Þófar & umhirða

Þófar & umhirða

Ekki gleyma að sjá um þófana á hundinum þínum! 

Maður á alltaf að hugsa um hreinlæti, sama hvort það sé á snögghærðum eða síðhærðum hundum.  Margir hundar upplifa einhverskonar óþægindi í þófum vegna skorts á hreinlæti & þá á það sérstaklega við um síðhærða hunda sem þurfa reglulega snyrtingu þarna undir. 

Þú þarft að skoða sérstaklega umhirðu á þófum ef: 
1. Hundurinn sleikir eða er að naga þófana.
2. Haltrar eða tvíhoppar.
3. Rauðar og bólgnar loppur.
4. Sár og útferð.
5. Hármissir.
6. Sár með hrúður og blöðrur.
7. Skurður, slit og rifur.
8. Sprungnar og rifnar neglur.

Ef eithvað af þessu á við er sniðugt að kíkja til dýralæknis. 

Vegna óhreinlætis getur myndast sveppasýking milli þófana, sýking eða sprungur.  Á veturna þarf að hafa í huga að það er salt og sandur á götum/ göngustígum og fer það virkilega illa með þófana. Þegar frost er úti er líka líklegra að þófarnir springi.  Góð áminning er að þrífa þófana með blautþurkum eða í fótabaði eftir hverja göngu á veturnar. Fylgjast þarf svo með þófunum reglulega yfir aðrar árstíðir. 

Skór!  Hundaskór hjálpa mikið til að verja þófana gegn öllu svo sem óhreinindum og kulda. 

Hár undir þófum?
Þófarakvél! Passa þarf að snyrt sé vel undir þófum á þeim hundum sem safna hárum þar undir. En snyrta þarf hárinn á lámarki 3 vikna fresti. Snjór og annar viðbjóður festist í hárunum sem gerir það að verkum að það gæti valdið sýkingu. Ásamt því þau renna á gólfi sem geta valdið slysum. Ekkert mál er að græja þetta sjálfur heima og vantar bara þófarakvél í það verkefni. Setjum okkur í spor hundsins. Ýmindaðu þér að þú sért alltaf í ullasokkum sem rennur á flestu undirlægi. 

 

Sprungnir og þurrir þófar? 
Ekkert mál, þrífðu þá reglulega & notaðu krem. Ekki verra ef þú notar skó líka. Forðastu að vera á svæðum þar sem eithvað geti farið inná milli þófana og í sprungur, einsog sandur eða hraun. Passa þarf vel hvar voffa er leyft að labba ef hann er ekki í skóm og er með sprungna eða þurra þófa.

VIÐ MÆLUM MEÐ  paw n nose balm. en það hefur virkað mjög vel gegn sprungnum og þurrum þófum. 

 

Back to blog