Klær & klippingar

Klær & klippingar

Skemmtilegar staðreyndir um neglur hunda &  hvernig skal klippa.

Af hverju hafa hundar klær?
Klær hunda þjóna ýmsum tilgangi. Þær hjálpa þeim að ná gripi við jörðina þegar þeir hlaupa, þær koma sér lika afskaplega vel þegar það þarf að klóra sér og hægt er að nýta þær sem verkfæri. 

Hundaklær koma í mörgum litum. Klær hunda eru mismunandi á litinn frá hvítum yfir í brúnar og helsvartar. Ef hundurinn þinn er með ljósar klær, til hamingju. Þetta mun auðvelda notkun á naglaklippum því þú munt geta séð kvikuna og forðast að klippa í hana. Erfiðara er að sjá kviku undir dökkum klóm. Þú gætir jafnvel tekið eftir því að hundurinn þinn hefur nokkra liti af klóm, sérstaklega ef hann eða hún er með marglitan feld. 

Klærnar á afturlöppum hunda eru yfirleitt styttri og vaxa hægar, svo það þarf ekki að klippa þær eins oft og framklærnar. Suma hunda þarf aldrei að klippa þar sem þeir sjá um það sjálfir með því að spæna þeim upp í göngum. 

Vissir þú að neglur hunda geta vaxið í hring?  ef naglaumhirða er ekki sinnt getur nöglin farið í hring &  skorist inn í hundinn, jafnvel brotnað með tilheyrandi sársauka. 

Ekki gleyma klippa sporna!  Sporinn hefur þannig séð engan tilgang heldur er oftast bara húð + nögl. margir hundar fæðast með spora og jafnvel fleiri en einn. 

Vissir þú þetta? Hundar eru með ilmkirtla í loppunum. Nei, það þýðir ekki að þeir geti lyktað í gegnum lappirnar. Það þýðir að þeir leggja inn eigin lykt. Þegar þú sérð hund labba um svæði sitt og síðan klóra í jörðina (Spóla)  þá eru það lappirnar hans að „merkja“ merki sitt, bæði sjónrænt (með því að skilja eftir sig rispur) og lykt.

- Kvikan lengist með færri naglaklippingum! Hægt er þó að stytta kvikuna með réttir aðferð á nagla snyrtingum. 

Hversu oft á að klippa hunda neglur?
Það þarf að klippa neglur flestra hunda á 7-14 daga fresti. Ef hundurinn sér um þetta nokkurn veginn sjálfur þá sjaldnar. aldrei láta líða of langt á milli því þá lengist kvikan.

Of langar eða langar klær  valda því að hundur missir grip í loppunni, sem gerir það auðveldara fyrir hann að renna. ásamt því að hundurinn getur byrjað að labba skagt/vitlaust og ýtir það undir liðavandarmála. Langar klærnar eru líklegri til að rifna, klofna og brotna, sem getur verið mjög sársaukafullt og gætir þú þurft dýralækna aðstoð. þegar hundur stendur eða gengur með langar klær þrýstir hann á ranga hluta fótsins, sem veldur sársauka og óþægindum.

Við mælum með Nagglaþjöl! 

Sem hundasnyrtir hef ég prufað ýmsar leiðir til að snyrta neglur. Nú á ég t.d. hund sem er algjör drama drottning við naglaklippurnar. Ég fékk mér Naglaþjöl og vá þetta breytti öllu. það er líka hentugra fyrir hunda sem eru ekki vanir. að venja á naglaþjölina er auðveldara heldur en klippur. 

VIÐ EIGUM TIL NAGLAÞJÖL Í NETVERSLUN. 

Hvernig á að klippa? 


 Ef þú treystir þér í að klippa sjálfur þá bara vá þú átt hrós skilið. En þá set ég hér myndir og myndband sem geta hjálpað. Muna skal að það þarf alltaf að venja hund á naglasnyrtingar. 
https://www.youtube.com/watch?v=VcjEhriDJo0

Ef þú treystir þér ekki í naglaklippingar leitaðu til Hundasnyrtis eða dýralæknis, það er ekkert að því að biðja um smá hjálp.

 

Það skiptir máli að venja hundinn hægt og rólega á naglaklippingar!

 

Back to blog